Lífið

Tekur myndir af Íslandi

Myndar Ísland Paul Potts þykir liðtækur ljósmyndari og ætlar að nýta tækifærið á meðan hann dvelst hér til að taka nokkrar myndir.
Fréttablaðið/Vilhelm
Myndar Ísland Paul Potts þykir liðtækur ljósmyndari og ætlar að nýta tækifærið á meðan hann dvelst hér til að taka nokkrar myndir. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ísland er draumaland áhugaljósmyndarans og vonandi fæ ég tækifæri til að taka nokkrar myndir. Ég er því miður mjög tímabundinn en vonandi næ ég einhverjum myndum,“ segir óperusöngvarinn Paul Potts en hann þykir nokkuð liðtækur áhugaljósmyndari.

Þetta er annað árið í röð sem Potts kemur hingað til lands til að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar og hann segist kunna ákaflega vel við sig hér. „Núna hefur veðurfarið reyndar snúist við, það var allt á kafi í snjó heima á Englandi þegar ég kom fyrst en nú er enginn snjór þar en allt á kafi hér. En þetta bætir bara góðu bragði við jólastemninguna sem verður í kvöld,“ segir Potts en hann mun meðal annars syngja dúett með hinum unga óperusöngvara Sveini Dúa.

Potts viðurkennir að hafa ekki verið neitt sérstaklega vel að sér í íslenskri tónlist áður en hann kom hingað fyrst en upplýsir þó að bróðir hans hafi verið mikill Bjarkar-aðdáandi. Og hann kveðst vera sérstaklega hrifinn af því hvernig henni takist að endurnýja sig upp á nýtt. „Ég þekkti því tónlistina hennar frá því hafa hlustað á hana inni í herbergi hjá honum.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.