Lífið

Árlegar Frostrósir í Færeyjum

gott gengi Tónleikaferðalag Frostrósa hefur gengið mjög vel. Alls verða tónleikarnir 34 talsins.fréttablaðið/anton
gott gengi Tónleikaferðalag Frostrósa hefur gengið mjög vel. Alls verða tónleikarnir 34 talsins.fréttablaðið/anton
Tónleikaferðalag Frostrósa hefur farið vel af stað. Níu jólatónleikum af 34 talsins er nú lokið og voru þeir síðustu í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

Fernir tónleikar voru í Færeyjum á dögunum og gengu þeir framar vonum. „Þeir lukkuðust þvílíkt vel. Það hefur verið rosalega vel skrifað um tónleikana og það eru allir að biðja um að þetta verði árlegt. Við setjum stefnuna á það,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson.

Jógvan Hansen söng þar í fyrsta sinn með Frostrósum. Hann söng bæði dúett með Friðriki Ómari og jólalagið sígilda, Nóttin var sú ágæt ein, með Eivöru Pálsdóttur með færeyskum texta. „Hann stóð sig mjög vel strákurinn og Eivör er náttúrulega mjög vinsæl úti í Færeyjum,“ segir Samúel.

Tvennir tónleikar hafa verið haldnir á Akranesi og einir í Ólafsvík. Ferðalagið heim frá Ólafsvík var nokkuð strembið og rútunni sem flutti hópinn heim til Reykjavíkur sóttist ferðin seint. „Það var blint og mikill bylur. Ég held að þau hafi komið í bæinn um tvöleytið,“ segir Samúel.

Einum tónleikum er lokið í Hörpu en alls verða þeir ellefu talsins, þar af sex þessa helgina. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.