Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju 2. desember 2011 06:00 Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun