Fjárlögin 2012 og bætur – er breytinga að vænta? 2. desember 2011 06:00 Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir meðal öryrkja vegna fjárlaga 2012 þar sem ekki er útlit fyrir að bætur almannatrygginga hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga fjórða árið í röð. Þetta þýðir að greiðslur skerðast þar sem bætur ná ekki að halda í við þær miklu verðlagshækkanir sem hafa átt sér stað síðan kreppan skall á. Nú er annarri umræðu um fjárlögin lokið og það stefnir í að örorkubætur hækki einungis um 3,5% á næsta ári sem er til samræmis við almennar launabreytingar samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA en ekki til samræmis við krónutöluhækkun lægstu taxta sem munu hækka þann 2. febrúar á næsta ári um 11.000 kr. Ef lífeyrisþegar fengju sambærilega hækkun ættu bætur að hækka að lágmarki um þá upphæð eða um 6,5%. Jákvæð breyting á fjárlögumÞessu til viðbótar var útlit fyrir að ýmsir bótaflokkar myndu ekki hækka sem tilheyra lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð en um er að ræða greiðslur til að mæta kostnaði, sem í mörgum tilvikum, tengist börnum og fjölskyldum þeirra. ÖBÍ mótmælti harðlega fyrirhuguðum skerðingum í kjölfar aðalstjórnarfundar bandalagsins þann 23. nóvember síðastliðinn, á fundi daginn eftir með velferðarráðherra og á fundi með velferðarnefnd Alþingis. Bréf var sent öllum alþingismönnum um málið undir yfirskriftinni Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? Málið var endurskoðað og þegar annarri umræðu um fjárlögin var lokið varð niðurstaðan sú að nú er gert ráð fyrir að eftirtaldir bótaflokkar hækki um 3,5% þann 1. janúar nk. sem er jákvæð breyting á fjárlögum: l Mæðra- og feðralaun l Umönnunargreiðslur l Meðlagsgreiðslur l Barnalífeyrir l Barnalífeyrir vegna náms l Uppbætur vegna reksturs bifreiða Frysting á frítekjumörkumEkki hefur tekist að telja ráðamönnum hughvarf varðandi frystingu frítekjumarka lífeyrisþega og verða þau fryst þriðja árið í röð sem þýðir enn meiri lækkun á ráðstöfunartekjum fjölda manns á næsta ári. Þessi staðreynd gerir það að verkum að margir munu ekki fá þá hækkun sem þeir réttilega ættu að fá þar sem bætur munu skerðast á móti ef fólk er með einhverjar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Lágar tekjurTil upplýsinga þá fá þeir öryrkjar í dag sem búa einir 196.140 kr. á mánuði fyrir skatt (167.165 eftir skatt) en meirihluti örorkulífeyrisþega, þeir sem búa með öðrum fullorðnum, fær einungis 169.030 kr. fyrir skatt (150.170 eftir skatt). Þessi upphæð er mun lægri en lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu sem er 182.000 kr. á mánuði sem sárafáir launþegar eru með. Hluti af greiðslum almannatrygginga til öryrkja er bótaflokkurinn, „sérstök framfærsluuppbót“, og er hann án frítekjumarks sem þýðir að fólk lendir í fátæktargildru þar sem allar skattskyldar tekjur skerða krónu á móti krónu. Sem dæmi þá skerða örfáar krónur í fjármagnstekjur á mánuði á debetkortareikningi bótaflokkinn krónu á móti krónu. Um þriðjungur öryrkja fær þennan bótaflokk að einhverju leyti en örfáir eru með hann óskertan eða innan við 2% öryrkja. Vert er að hafa í huga að öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi að hafa 15-30% hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Orð skulu standaMinnt er á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. ÖBÍ gerir þá lágmarkskröfu að greiðslur til öryrkja á næsta ári hækki til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, enda ber stjórnvöldum að forgangsraða í þágu þeirra sem þurfa að treysta á velferðarkerfið ef ekki verður komist hjá niðurskurði. Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun