Minningar 1. desember 2011 06:00 Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær?
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun