Dýrt spaug í Hollywood 1. desember 2011 12:15 slæmir dómar Jack & Jill, nýjasta mynd Adams Sandlers, fær aðeins 2,8 í einkunn á Imdb.com. ástargúrú Mike Myers skaut sig rækilega í fótinn með myndinni The Love Guru. Bandaríska gamanmyndin Jack & Jill með Adam Sandler í aðalhlutverki hefur fengið afleita dóma meðal gagnrýnenda, auk þess sem aðsóknin hefur verið langt undir væntingum. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm aðrar misheppnaðar gamanmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið herfilega dóma og tapað svimandi háum fjárhæðum. The Love Guru (2008) Eftir vinsældir Austin Powers-mynda Mikes Myers var eftirvæntingin mikil þegar ástargúrúinn leit dagsins ljós. Með Myers í leikaraliðinu var Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley og Jessica Alba en allt kom fyrir ekki og myndin olli miklum vonbrigðum. Kostnaðurinn nam 62 milljónum dollara, eða um 7,4 milljörðum króna, en samanlagðar tekjurnar voru um 40 milljónir, eða 4,8 milljarðar. Love Guru var tilnefnd til sjö Golden Raspberry-skammarverðlauna, eða Razzies, og vann þrenn, þar á meðal sem versta myndin. Einkunn á Imdb.com: 3,8 Son of the Mask (2005) Kvikmyndin The Mask með Jim Carrey í aðalhlutverki hitti rækilega í mark og festi Carrey í sessi sem einn vinsælasta gamanleikara Hollywood. Ellefu árum síðar kom framhaldið en í þetta sinn var Carrey fjarri góðu gamni. Betur hefði mátt vanda til verka. Myndin kostaði væna summu, eða 84 milljónir dollara, en þénaði aðeins um 17 milljónir vestanhafs. Son of the Mask var tilnefnd til átta Razzies-verðlauna og hlaut ein. Einkunn á Imdb.com: 2,1 Superbabies – Baby Geniouses 2 (2004) Næstlélegasta kvikmynd sögunnar samkvæmt Imdb.com á eftir hinni þýsku Daniel – Der Zauberer. Hið merkilega er að Jon Voight, sem á að baki fínar myndir á borð við Midnight Cowboy, Deliverance og Mission Impossible, skuli hafa lagt nafn sitt við hana. Söguþráðurinn er aukaatriði en myndin kostaði 20 milljónir dollara og náði inn aðeins 9 milljónum í miðasölunni. Hún fékk fjórar tilnefningar til Razzies-verðlaunanna, þar á meðal Jon Voight fyrir versta leik í aukahlutverki. Einkunn á Imdb.com: 1,5 The Adventures of Pluto Nash (2002) Eddie Murphy fór með aðalhlutverkið í þessari rándýru en kolómögulegu fýlusprengju sem tapaði gríðarlegum upphæðum. Myndin kostaði heilar 100 milljónir dollara í framleiðslu, eða tæpa 20 milljarða króna, en samanlagðar tekjur hennar í miðasölunni voru aðeins um 7 milljónir dollara. Hún fékk fimm tilnefningar til Razzies. Einkunn á Imdb.com: 3,6 Ed (1996) Matt LeBlanc úr Vinum lék hæfileikaríkan kastara í hafnaboltaliði sem vingaðist við simpansa sem einnig kunni sitthvað fyrir sér í boltanum. Framleiðslukostnaðurinn nam um 24 milljónum dollara en myndin þénaði aðeins rúmar 6 milljónir í miðasölunni vestanhafs. Mikil vonbrigði fyrir LeBlanc sem þá var einn vinsælasti sjónvarpsleikari Bandaríkjanna. Niðurstaða: Þrjár tilnefningar til Razzies-verðlaunanna, þar á meðal fyrir versta bíóparið. Einkunn á Imdb.com: 2,4 freyr@frettabladid.isvonlaust framhald Son of the Mask var vonlaus frá upphafi til enda.Ófyndin ofurbörn Næst lélegasta kvikmynd sögunnar, samkvæmt Imdb.com.Óspennandi ævintýri The Adventures of Pluto Nash fékk herfilegar viðtökurVingast við simpansa Persóna Matt LeBlanc vingast við simpansa í Ed. Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
ástargúrú Mike Myers skaut sig rækilega í fótinn með myndinni The Love Guru. Bandaríska gamanmyndin Jack & Jill með Adam Sandler í aðalhlutverki hefur fengið afleita dóma meðal gagnrýnenda, auk þess sem aðsóknin hefur verið langt undir væntingum. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm aðrar misheppnaðar gamanmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið herfilega dóma og tapað svimandi háum fjárhæðum. The Love Guru (2008) Eftir vinsældir Austin Powers-mynda Mikes Myers var eftirvæntingin mikil þegar ástargúrúinn leit dagsins ljós. Með Myers í leikaraliðinu var Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley og Jessica Alba en allt kom fyrir ekki og myndin olli miklum vonbrigðum. Kostnaðurinn nam 62 milljónum dollara, eða um 7,4 milljörðum króna, en samanlagðar tekjurnar voru um 40 milljónir, eða 4,8 milljarðar. Love Guru var tilnefnd til sjö Golden Raspberry-skammarverðlauna, eða Razzies, og vann þrenn, þar á meðal sem versta myndin. Einkunn á Imdb.com: 3,8 Son of the Mask (2005) Kvikmyndin The Mask með Jim Carrey í aðalhlutverki hitti rækilega í mark og festi Carrey í sessi sem einn vinsælasta gamanleikara Hollywood. Ellefu árum síðar kom framhaldið en í þetta sinn var Carrey fjarri góðu gamni. Betur hefði mátt vanda til verka. Myndin kostaði væna summu, eða 84 milljónir dollara, en þénaði aðeins um 17 milljónir vestanhafs. Son of the Mask var tilnefnd til átta Razzies-verðlauna og hlaut ein. Einkunn á Imdb.com: 2,1 Superbabies – Baby Geniouses 2 (2004) Næstlélegasta kvikmynd sögunnar samkvæmt Imdb.com á eftir hinni þýsku Daniel – Der Zauberer. Hið merkilega er að Jon Voight, sem á að baki fínar myndir á borð við Midnight Cowboy, Deliverance og Mission Impossible, skuli hafa lagt nafn sitt við hana. Söguþráðurinn er aukaatriði en myndin kostaði 20 milljónir dollara og náði inn aðeins 9 milljónum í miðasölunni. Hún fékk fjórar tilnefningar til Razzies-verðlaunanna, þar á meðal Jon Voight fyrir versta leik í aukahlutverki. Einkunn á Imdb.com: 1,5 The Adventures of Pluto Nash (2002) Eddie Murphy fór með aðalhlutverkið í þessari rándýru en kolómögulegu fýlusprengju sem tapaði gríðarlegum upphæðum. Myndin kostaði heilar 100 milljónir dollara í framleiðslu, eða tæpa 20 milljarða króna, en samanlagðar tekjur hennar í miðasölunni voru aðeins um 7 milljónir dollara. Hún fékk fimm tilnefningar til Razzies. Einkunn á Imdb.com: 3,6 Ed (1996) Matt LeBlanc úr Vinum lék hæfileikaríkan kastara í hafnaboltaliði sem vingaðist við simpansa sem einnig kunni sitthvað fyrir sér í boltanum. Framleiðslukostnaðurinn nam um 24 milljónum dollara en myndin þénaði aðeins rúmar 6 milljónir í miðasölunni vestanhafs. Mikil vonbrigði fyrir LeBlanc sem þá var einn vinsælasti sjónvarpsleikari Bandaríkjanna. Niðurstaða: Þrjár tilnefningar til Razzies-verðlaunanna, þar á meðal fyrir versta bíóparið. Einkunn á Imdb.com: 2,4 freyr@frettabladid.isvonlaust framhald Son of the Mask var vonlaus frá upphafi til enda.Ófyndin ofurbörn Næst lélegasta kvikmynd sögunnar, samkvæmt Imdb.com.Óspennandi ævintýri The Adventures of Pluto Nash fékk herfilegar viðtökurVingast við simpansa Persóna Matt LeBlanc vingast við simpansa í Ed.
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira