Lífið

Mótmælir okurverði

ósáttur Costello er ósáttur við verðið á nýju safnboxi.
ósáttur Costello er ósáttur við verðið á nýju safnboxi.
Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello, sem aflýsti tónleikum sínum í Hörpunni í nóvember, hefur hvatt aðdáendur sína til að kaupa ekki nýtt safnbox með lögunum sínum.

Boxið hefur að geyma geisladiska, vínylplötur, mynddiska og bók og er gefið út í aðeins 1.500 eintökum. Verðmiðinn hljómar upp á um 25 þúsund krónur og það finnst Costello allt of mikið. „Allar okkar tilraunir til að lækka verðið hafa verið árangurslausar,“ skrifaði Costello á bloggsíðu sína.

„Ef þig langar virkilega að gleðja einhvern með góðri gjöf viljum við mæla með Ambassador of Jazz. Þetta er lítil taska sem líkist ferðatösku með ferðalímmiðum og nafninu Satchmo,“ skrifaði hann.

„Það sem meira er. Hún hefur að geyma tíu endurhljóðblandaðar plötur eftir einn fremsta tónlistarmann allra tíma, Louis Armstrong. Þetta box ætti að vera fáanlegt á undir 18 þúsund krónum. Í raun og veru er þetta mun flottari tónlist en mín.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.