Innlent

Aldrei fleiri doktorar í HÍ

Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri.

Doktorsnemar sem hafa varið ritgerðir við Háskóla Íslands á árinu taka við gullmerki skólans í dag, þegar efnt er til hátíðar brautskráðra doktora í skólanum í fyrsta sinn.

Hátíðin er hluti af fjölbreyttri dagskrá háskólans í tilefni af fullveldisdeginum. Meðal annars mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpa stúdenta og gesti. Stúdentar hafa haldið fullveldisdaginn hátíðlegan frá árinu 1922, eða í 89 ár. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×