Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði 1. desember 2011 08:00 Unnið í Mastrinu Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu.Mynd/Páll Þórhallsson „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
„Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira