Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir 30. nóvember 2011 07:00 Hrönn Eggertsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segjast hætta í Brekkubæjarskóla eftir að hafa fengið á sig óverðskuldaðar ásakanir frá forseta bæjarstjórnar sem blandað hafi sér í stjórn skólans. Mynd/Salbjörg Ósk Reynisdóttir Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira