Lífið

Tíu íslenskar plötur tilnefndar

tilnefndur Mugison er tilnefndur fyrir plötu sína Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. fréttablaðið/stefán
tilnefndur Mugison er tilnefndur fyrir plötu sína Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. fréttablaðið/stefán
Mugison, Björk og Lay Low eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir bestu plötu ársins 2011.

Alls eru fimmtíu plötur tilnefndar frá öllum Norðurlöndunum, eða tíu frá hverju landi, og á meðal erlendra listamanna sem fá tilnefningu í ár eru 22-Pistepirkko frá Finnlandi, sem spilaði á Airwaves-hátíðinni í haust, og Lykke Li frá Svíþjóð.

Aðrir íslenskir flytjendur sem eru tilnefndir fyrir bestu plötuna eru Sóley, Ham, Sin Fang, ADHD, FM Belfast, Gus Gus og Apparat Organ Quartet.

Hópur norræna tónlistarblaðamanna mun velja tólf plötur af þessum fimmtíu og verður niðurstaða þeirra tilkynnt 1. desember. Alþjóðleg sjö manna dómnefnd mun síðan velja plötu ársins úr þessum tólf. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar á norsku tónlistarráðstefnunni By:Larm. Jónsi bar sigur úr býtum á síðasta ári fyrir sólóplötu sína Go.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.