Vogaskóla frómas 11. desember 2011 10:00 Birna og stórfjölskylda hennar hefur verið með ananasfrómas í eftirrétt á jóladag í tugi ára. Ananasfrómasinn er bragðgóður og auðveldlega má gera það nokkru fyrir jól og frysta. Myndir/Valli Þetta er uppskrift sem hefur fylgt fjölskyldunni lengi," segir Birna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem gefur uppskrift að ljúffengum ananasfrómas. „Þessi uppskrift er aðeins útfærð frá hefðbundnum uppskriftum," útskýrir hún. „Við vorum öll systkinin í matreiðslu í Vogaskóla hjá Þórunni og Erlu. Þetta er uppskrift sem við fengum hjá þeim." Frómasinn gerði mikla lukku og hefur verið eftirréttur fjölskyldunnar á jóladag í rúm þrjátíu ár. Birna, systkini hennar, foreldrar og barnabörn hittast öll á jóladag og gæða sér á hangikjöti og tilheyrandi. „Frómasinn er ómissandi lokapunktur á veislunni," segir Birna en tekur fram að móðir hennar, Elísabet Jóna Erlendsdóttir, hafi iðulega búið til frómasinn í gegnum árin. -sg Mynd/Valli Ananas frómas 6 egg 1 1/2 dl sykur 12 plötur af matarlími safi af 1 1/2 sítrónu um 2 1/2 dl ananassafi, ferskur 3 pelar rjómi ananasbitar til skreytingar, best ferskir Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Leggið matarlímið í bleyti í smástund. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið í vatnsbaði. Kælið matarlímið með sítrónusafanum. Ananassafa bætt út í eggjahræruna. Síðan er matarlími bætt varlega út í og hrært mjög vel í á meðan, þó alls ekki í hrærivél. Rjómi þeyttur, en ekki stífþeyttur, og hrærður saman við með sleif eða sleikju. Búðingurinn látinn í skál (eða smáskálar) og skreyttur með rjóma og ananasbitum. Geymist vel í frysti og því upplagt að gera löngu fyrir jól. Eftirréttir Jól Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið
Þetta er uppskrift sem hefur fylgt fjölskyldunni lengi," segir Birna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem gefur uppskrift að ljúffengum ananasfrómas. „Þessi uppskrift er aðeins útfærð frá hefðbundnum uppskriftum," útskýrir hún. „Við vorum öll systkinin í matreiðslu í Vogaskóla hjá Þórunni og Erlu. Þetta er uppskrift sem við fengum hjá þeim." Frómasinn gerði mikla lukku og hefur verið eftirréttur fjölskyldunnar á jóladag í rúm þrjátíu ár. Birna, systkini hennar, foreldrar og barnabörn hittast öll á jóladag og gæða sér á hangikjöti og tilheyrandi. „Frómasinn er ómissandi lokapunktur á veislunni," segir Birna en tekur fram að móðir hennar, Elísabet Jóna Erlendsdóttir, hafi iðulega búið til frómasinn í gegnum árin. -sg Mynd/Valli Ananas frómas 6 egg 1 1/2 dl sykur 12 plötur af matarlími safi af 1 1/2 sítrónu um 2 1/2 dl ananassafi, ferskur 3 pelar rjómi ananasbitar til skreytingar, best ferskir Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Leggið matarlímið í bleyti í smástund. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið í vatnsbaði. Kælið matarlímið með sítrónusafanum. Ananassafa bætt út í eggjahræruna. Síðan er matarlími bætt varlega út í og hrært mjög vel í á meðan, þó alls ekki í hrærivél. Rjómi þeyttur, en ekki stífþeyttur, og hrærður saman við með sleif eða sleikju. Búðingurinn látinn í skál (eða smáskálar) og skreyttur með rjóma og ananasbitum. Geymist vel í frysti og því upplagt að gera löngu fyrir jól.
Eftirréttir Jól Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið