Vaskurinn og laxinn Þórólfur Matthíasson skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Ríkissjóður Íslands er í vanda vegna skulda. Stjórnvöld virðast leita allra leiða til að auka tekjur og draga úr útgjöldum. Forsvarsmenn í atvinnulífi bera sig illa vegna fyrirhugaðra hækkana á ýmsum rekstrartengdum álögum. Telja jafnvel að fótum sé kippt undan starfsemi sinni. Virðisaukaskattur er einn umfangsmesti skattstofn ríkisins. Tekjur af virðisaukaskatti má auka með hækkun skattlagningarprósentu (sem hefur verið gert) og með því að draga úr undanþágum eða með því að flytja vöruflokka úr lágu skattþrepi í hærra (tillaga sérfræðinga AGS). Meginhugmyndin á bak við upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts var að breikka skattstofninn með því að fækka undanþágum frá greiðslu auk þess sem söluskatturinn mismunaði atvinnugreinum og framleiðsluaðferðum og hafði þannig skekkjandi áhrif á neyslu fólks. Í 2. gr. laga númer 50/1988 með síðari breytingum, er tilgreint hvaða viðskipti eru undanþegin greiðslu virðisaukaskatts. Þessum undanþágum má gróflega skipta í fjóra flokka: Í fyrsta lagi nær undanþága til þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu þar sem deila má um hvort viðskiptin leiði til virðisaukningar á hendi kaupanda (tannfyllingar viðhalda virði tanna frekar en að þær auki verðmæti þeirra svo dæmi sé tekið og því hæpið að greiða virðisaukaskatt af þjónustu tannlækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna). Í öðru lagi nær undanþágan til þjónustu þar sem virðisaukinn er óviss eða langt í að hann verði að raunveruleika. Þetta á við um starfsemi skólastofnana, íþróttastarfsemi, fasteignaleigu, starfsemi rithöfunda og annarra listamanna. Þessi starfsemi einkennist af því að iðkendur leggja í mikinn kostnað löngu áður en ljóst er hvort árangur verður af streði þeirra. Slík starfsemi fellur illa að hugmyndafræði virðisaukaskattsins, innskattur myndi safnast upp hjá væntanlegum seljendum þjónustunnar árum og jafnvel áratugum saman. Í þriðja lagi nær undanþága til starfsemi þar sem óljós tengsl eru milli virðisauka sem starfsemin skapar og umfangs viðskipta. Þetta á við um starfsemi banka og vátryggingarfélaga. Þessir flokkar eiga það sammerkt að það eru skynsamleg rök sem liggja að baki undanþágunni. Fjórði flokkurinn samanstendur af vörum og þjónustu sem ekki er hægt að rökstyðja undanþáguna með skynsamlegum rökum. Frumvarp til laga um virðisaukaskatt breyttist mikið í meðförum þingsins, einkum eftir að fjárhags- og viðskiptanefnd hafði fundað með hagsmunaaðilum. Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiðileyfa í ám og vötnum. Í framsögu um nefndarálit um frumvarpið sem varð að lögum 50/1988 sagði nefndarformaður fjárhags- og viðskiptanefndar m.a.: „Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga og vöktu athygli á því að veiðihlunnindi eru mjög ríkur þáttur í tekjum bænda þeirra sem slík hlunnindi hafa…“. Í framhaldinu hafa skattyfirvöld túlkað tekjur af veiðihlunnindum með sama hætti og um leigutekjur af fasteign væri að ræða þannig að sala laxveiðileyfa væri undanþegin virðisaukaskatti! Þess má geta að alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir lögðu fram tillögu um að veiðar í ám og vötnum væru virðisaukaskattsskyldar árið 1998. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Nú berast fregnir af mjög hækkandi verði á laxveiðileyfum. Þessi tekjuauki rennur að stórum hluta til eigenda veiðiréttarins. Sumir þeirra hafa kostað nokkru til að auka verðmæti eignar sinnar. Aðrir litlu. Hið opinbera kostar umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi. Væri leiga á laxveiðihlunnindum virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur vegna aðfanga og þjónustu sem veiðileyfasölunni fylgdi til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri starfsemi. En álagning virðisaukaskatts myndi tæplega hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölu breyttist. Að því leytinu er skárra að leggja virðisaukaskatt á laxveiðar en að leggja kolefnisskatt á framleiðslu kísiljárns, sé ætlunin að takmarka áhrif skattheimtunnar á atvinnulífsumsvif. Íslenskur landbúnaður tekur til sín umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði í formi beingreiðslna og styrkja af ýmsu tagi. Hagfræðistofnun tók saman upplýsingar um tekjur af sölu lax- og silungsveiðileyfa fyrir árið 2003 í skýrslu sem kom út 2004. Tekjur þá voru áætlaðar um 1 milljarður króna. Sé gert ráð fyrir að þessar tekjur fylgi gengi erlendra gjaldmiðla væru þær um 1,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Undanþágan frá greiðslu virðisaukaskatts af sölu lax- og silungsveiðileyfa jafngildir þess vegna því að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um 300 til 400 milljónir króna í opinberum gögnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands er í vanda vegna skulda. Stjórnvöld virðast leita allra leiða til að auka tekjur og draga úr útgjöldum. Forsvarsmenn í atvinnulífi bera sig illa vegna fyrirhugaðra hækkana á ýmsum rekstrartengdum álögum. Telja jafnvel að fótum sé kippt undan starfsemi sinni. Virðisaukaskattur er einn umfangsmesti skattstofn ríkisins. Tekjur af virðisaukaskatti má auka með hækkun skattlagningarprósentu (sem hefur verið gert) og með því að draga úr undanþágum eða með því að flytja vöruflokka úr lágu skattþrepi í hærra (tillaga sérfræðinga AGS). Meginhugmyndin á bak við upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts var að breikka skattstofninn með því að fækka undanþágum frá greiðslu auk þess sem söluskatturinn mismunaði atvinnugreinum og framleiðsluaðferðum og hafði þannig skekkjandi áhrif á neyslu fólks. Í 2. gr. laga númer 50/1988 með síðari breytingum, er tilgreint hvaða viðskipti eru undanþegin greiðslu virðisaukaskatts. Þessum undanþágum má gróflega skipta í fjóra flokka: Í fyrsta lagi nær undanþága til þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu þar sem deila má um hvort viðskiptin leiði til virðisaukningar á hendi kaupanda (tannfyllingar viðhalda virði tanna frekar en að þær auki verðmæti þeirra svo dæmi sé tekið og því hæpið að greiða virðisaukaskatt af þjónustu tannlækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna). Í öðru lagi nær undanþágan til þjónustu þar sem virðisaukinn er óviss eða langt í að hann verði að raunveruleika. Þetta á við um starfsemi skólastofnana, íþróttastarfsemi, fasteignaleigu, starfsemi rithöfunda og annarra listamanna. Þessi starfsemi einkennist af því að iðkendur leggja í mikinn kostnað löngu áður en ljóst er hvort árangur verður af streði þeirra. Slík starfsemi fellur illa að hugmyndafræði virðisaukaskattsins, innskattur myndi safnast upp hjá væntanlegum seljendum þjónustunnar árum og jafnvel áratugum saman. Í þriðja lagi nær undanþága til starfsemi þar sem óljós tengsl eru milli virðisauka sem starfsemin skapar og umfangs viðskipta. Þetta á við um starfsemi banka og vátryggingarfélaga. Þessir flokkar eiga það sammerkt að það eru skynsamleg rök sem liggja að baki undanþágunni. Fjórði flokkurinn samanstendur af vörum og þjónustu sem ekki er hægt að rökstyðja undanþáguna með skynsamlegum rökum. Frumvarp til laga um virðisaukaskatt breyttist mikið í meðförum þingsins, einkum eftir að fjárhags- og viðskiptanefnd hafði fundað með hagsmunaaðilum. Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiðileyfa í ám og vötnum. Í framsögu um nefndarálit um frumvarpið sem varð að lögum 50/1988 sagði nefndarformaður fjárhags- og viðskiptanefndar m.a.: „Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga og vöktu athygli á því að veiðihlunnindi eru mjög ríkur þáttur í tekjum bænda þeirra sem slík hlunnindi hafa…“. Í framhaldinu hafa skattyfirvöld túlkað tekjur af veiðihlunnindum með sama hætti og um leigutekjur af fasteign væri að ræða þannig að sala laxveiðileyfa væri undanþegin virðisaukaskatti! Þess má geta að alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir lögðu fram tillögu um að veiðar í ám og vötnum væru virðisaukaskattsskyldar árið 1998. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Nú berast fregnir af mjög hækkandi verði á laxveiðileyfum. Þessi tekjuauki rennur að stórum hluta til eigenda veiðiréttarins. Sumir þeirra hafa kostað nokkru til að auka verðmæti eignar sinnar. Aðrir litlu. Hið opinbera kostar umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi. Væri leiga á laxveiðihlunnindum virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur vegna aðfanga og þjónustu sem veiðileyfasölunni fylgdi til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri starfsemi. En álagning virðisaukaskatts myndi tæplega hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölu breyttist. Að því leytinu er skárra að leggja virðisaukaskatt á laxveiðar en að leggja kolefnisskatt á framleiðslu kísiljárns, sé ætlunin að takmarka áhrif skattheimtunnar á atvinnulífsumsvif. Íslenskur landbúnaður tekur til sín umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði í formi beingreiðslna og styrkja af ýmsu tagi. Hagfræðistofnun tók saman upplýsingar um tekjur af sölu lax- og silungsveiðileyfa fyrir árið 2003 í skýrslu sem kom út 2004. Tekjur þá voru áætlaðar um 1 milljarður króna. Sé gert ráð fyrir að þessar tekjur fylgi gengi erlendra gjaldmiðla væru þær um 1,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Undanþágan frá greiðslu virðisaukaskatts af sölu lax- og silungsveiðileyfa jafngildir þess vegna því að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um 300 til 400 milljónir króna í opinberum gögnum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun