Bíódagar – í hita og þunga dagsins Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun