Fótbolti

Framhaldið hjá Pálma: Áhugi víða í Skandinavíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pálmi Rafn og Veigar Páll fagna hér norska meistaratitlinum með Stabæk. Margt hefur breyst síðan þá og félagið vinnur vart titla næstu árin.
Pálmi Rafn og Veigar Páll fagna hér norska meistaratitlinum með Stabæk. Margt hefur breyst síðan þá og félagið vinnur vart titla næstu árin.
Pálmi Rafn Pálmason er á förum frá hinu sökkvandi skipi Stabæk. Hann gerir þó ráð fyrir því að spila áfram í Skandinavíu.

„Það er áhugi á mér víða sem er ánægjulegt. Framhaldið lítur því þokkalega út. Þetta eru lið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ég er að vonast eftir því að hitta á eitthvað gott,“ segir Pálmi en hann óttast ekki framtíðina.

„Ég held ég þurfi ekkert að stressa mig yfir þessu. Það lítur út fyrir að ég finni mér félag áður en langt um líður.“

Það er mikið að gera hjá Pálma en hann er í fjarnámi í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Prófin fram undan, samningar við nýtt félag og svo flutningar.

„Þetta klárast vonandi allt fyrir jól og fer á besta veg svo ég geti notið jólanna almennilega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×