Skemmtilegri leikskólar? Líf Magneudótir skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar