Innlent

Ferðir hnúfubaka afar líkar á milli ára

Gervitunglamerki í hnúfubak Merkjunum er skotið úr sérútbúinni loftbyssu. Ný gerð merkja gefa upplýsingar um staðsetningu hvalsins og skráir þrýsting sem gefur upplýsingar um köfunarhegðun hans.mynd/hafró
Gervitunglamerki í hnúfubak Merkjunum er skotið úr sérútbúinni loftbyssu. Ný gerð merkja gefa upplýsingar um staðsetningu hvalsins og skráir þrýsting sem gefur upplýsingar um köfunarhegðun hans.mynd/hafró
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á árstíðabundinni útbreiðslu og fari skíðishvala við Ísland hafa þegar varpað ljósi á ýmislegt sem tengist viðveru og fartíma hvala við landið. Rannsóknirnar hafa til dæmis gefið fyrstu vísbendingar um aðsetur hrefnu að vetrarlagi.

Í haust hefur rannsóknunum verið haldið áfram en þær byggja á merkingum með gervitunglasendum.

Hnúfubakur var merktur á dögunum norður af Arnarnesnöfum í Eyjafirði. Að kvöldi merkingardags 4. nóvember var dýrið statt nálægt mynni Eyjafjarðar. Rúmum sólarhring síðar synti hvalurinn mjög ákveðið til norðvesturs og hafði um kvöldið lagt að baki rúmlega 130 kílómetra. Í gær var hvalurinn staddur grunnt úti fyrir Hornströndum.

Athygli vekur að ferðir þessa hnúfubaks líkjast mjög ferðum hvals sem merktur var 21. október 2009. Sjá: hafro.is/hvalamerki/93120.html. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×