Að gera úlfalda úr mýflugu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Bíó. Moneyball. Leikstjórn: Bennett Miller. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman, Robin Wright. Það gustar af Brad Pitt í hlutverki sínu sem Billy Beane, pirraður framkvæmdastjóri fjársvelts hafnaboltaliðs í bandarísku úrvalsdeildinni. Með brotabrot af því fjármagni sem stærstu liðin hafa til umráða ákveður hann að losa sig við stjörnuleikmennina og setja saman hálfgert furðulið með aðstoð hagfræðingsins Peter Brand, sem Jonah Hill leikur stórskemmtilega. Moneyball er hægfara og hlaðin samtölum. Það er þó aðeins af hinu góða, enda munu handritshöfundar myndarinnar, þeir Steven Zaillian og Aaron Sorkin, seint teljast til aukvisa í bransanum. Beane (sem er stundum ávarpaður „Mr. Beane", aulabárðum eins og mér til ómældrar ánægju) er skapstór frekjuhundur en hugsjónir hans eru fallegar og því vonast áhorfandinn til að áætlanir hans gangi upp. Í grunninn er söguþráður myndarinnar svipaður ótal mynda þar sem aðalpersónan þarf að búa til sigurlið úr hópi aumingja með skömmum fyrirvara. Sumir þeirra blómstra og bjarga deginum, á meðan aðrir staðfesta ræfildóm sinn. Þessi söguþráður virkar þó yfirleitt, þó margnotaður sé, hvort sem myndin heitir The Dirty Dozen eða Dangerous Minds. Í þessu tilfelli er hann meira að segja byggður á sönnum atburðum. Það er gaman að sjá Philip Seymour Hoffman í hlutverki þjálfarans Art Howe, en loksins lítur Hoffman út eins og fullorðinn maður, en ekki eins og feitur og kynferðislega brenglaður eilífðarunglingur. Hann á bara eftir að verða glæsilegri. Og aftur að Jonah Hill. Þrátt fyrir að sýna kunnuglega takta þá eru það öll litlu smáatriðin sem gera persónu hans algjörlega ógleymanlega og ég ætla að spá honum góðu gengi á verðlaunaafhendingum eftir áramót. Brad Pitt hefur smám saman breyst í miðaldra Robert Redford, reffilegan stórleikara með breiðar herðar sem allar myndir geta hvílt á. Moneyball þarf þó ekki að hvíla á neinu, enda stórgóð. Niðurstaða: Afbragðsgott og vel leikið íþróttadrama. Brad Pitt er orðinn eins og eðalviskí. Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Moneyball. Leikstjórn: Bennett Miller. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman, Robin Wright. Það gustar af Brad Pitt í hlutverki sínu sem Billy Beane, pirraður framkvæmdastjóri fjársvelts hafnaboltaliðs í bandarísku úrvalsdeildinni. Með brotabrot af því fjármagni sem stærstu liðin hafa til umráða ákveður hann að losa sig við stjörnuleikmennina og setja saman hálfgert furðulið með aðstoð hagfræðingsins Peter Brand, sem Jonah Hill leikur stórskemmtilega. Moneyball er hægfara og hlaðin samtölum. Það er þó aðeins af hinu góða, enda munu handritshöfundar myndarinnar, þeir Steven Zaillian og Aaron Sorkin, seint teljast til aukvisa í bransanum. Beane (sem er stundum ávarpaður „Mr. Beane", aulabárðum eins og mér til ómældrar ánægju) er skapstór frekjuhundur en hugsjónir hans eru fallegar og því vonast áhorfandinn til að áætlanir hans gangi upp. Í grunninn er söguþráður myndarinnar svipaður ótal mynda þar sem aðalpersónan þarf að búa til sigurlið úr hópi aumingja með skömmum fyrirvara. Sumir þeirra blómstra og bjarga deginum, á meðan aðrir staðfesta ræfildóm sinn. Þessi söguþráður virkar þó yfirleitt, þó margnotaður sé, hvort sem myndin heitir The Dirty Dozen eða Dangerous Minds. Í þessu tilfelli er hann meira að segja byggður á sönnum atburðum. Það er gaman að sjá Philip Seymour Hoffman í hlutverki þjálfarans Art Howe, en loksins lítur Hoffman út eins og fullorðinn maður, en ekki eins og feitur og kynferðislega brenglaður eilífðarunglingur. Hann á bara eftir að verða glæsilegri. Og aftur að Jonah Hill. Þrátt fyrir að sýna kunnuglega takta þá eru það öll litlu smáatriðin sem gera persónu hans algjörlega ógleymanlega og ég ætla að spá honum góðu gengi á verðlaunaafhendingum eftir áramót. Brad Pitt hefur smám saman breyst í miðaldra Robert Redford, reffilegan stórleikara með breiðar herðar sem allar myndir geta hvílt á. Moneyball þarf þó ekki að hvíla á neinu, enda stórgóð. Niðurstaða: Afbragðsgott og vel leikið íþróttadrama. Brad Pitt er orðinn eins og eðalviskí.
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira