Deila um dagsektir 8. nóvember 2011 08:00 Brennt Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis.fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira