Innlent

HH vilja kröfu í þjóðaratkvæði

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna átti nýverið fund með þingflokksformönnum þar sem rætt var um að setja kröfugerð samtakanna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vildu samtökin þannig kanna vilja þingmanna til að aðstoða við að setja málið á dagskrá og sjá til þess að málefnið fái lýðræðislega afgreiðslu, er fram kemur í tilkynningu.

Rætt var um tvo möguleika, annars vegar að leggja fram þingsályktunartillögu og hins vegar útfært lagafrumvarp. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×