Þau eru davíðistar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. nóvember 2011 10:30 Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt. Því okkur kemur það óneitanlega öllum nokkuð við hver er formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta er ennþá Flokkurinn. Þetta er ennþá hákirkjan í íslensku þjóðlífi. Þarna eru ennþá allir sem ráða og eiga. Líklegt er að sú manneskja sem sigrar í þessu kjöri muni í fyllingu tímans setjast í forsætisráðherrastól og leiða þjóðina gegnum og inn í umbrotaskeið. Okkur kemur öllum við hvernig þetta fólk hugsar. Hún er… hann er…Kosningabaráttan er hafin og fólk farið að úthúða hvert öðru af mikilli kurteisi eins og tíðkast í flokkum en við hin stöndum álengdar og reynum að átta okkur á því hverju það myndi eiginlega breyta að Hanna Birna yrði formaður flokksins. Hún er kona. Hún er utanþings (ennþá) – hún getur talað miklu hraðar en Bjarni. Fleira? Hún er ljós og hann er dökkur. Hún er snaggaraleg og hann er hægur. Hún er Hafnarfjörður – hann er Garðabær. Hún er Alþýða – hann er Ætt. Það er munur á þeim þannig lagað – nema þegar kemur að sjálfri stefnunni. Henni ræður Davíð Oddsson. Hanna Birna er sennilega ekki froðufellandi einkarekstrarsinni – frekar en Bjarni – en rétt eins og hann líkleg til að taka hagsmuni útgerðarauðvalds fram yfir hagsmuni almennings. Bæði virka þau á mann sem fremur pragmatísk, hentistefnufólk sem hagar seglum eftir vindi fremur en miklir leiðtogar með sterka sýn á íslenskt samfélag, þó að óneitanlega virðist manni meiri leiðtogabragur á Hönnu Birnu. Þjóðin þráir leiðtoga: einhvern sem segir: Jæja krakkar, komum hingað! Jóhönnu Sigurðardóttur er mikið í mun að ná til valdalausa fólksins sem hún hefur alltaf byggt fylgi sitt á en í þeirri viðleitni hættir henni til að hljóma eins og hún sé valdalaus sjálf, hún hljómar eins og manneskja sem eltir en leiðir ekki.. Í stað þess að segja við okkur: Jæja krakkar. Hér erum við, þetta þurfum við að gera og á morgun verðum við þá komin hingað, þá eyðir hún ræðutíma sínum í að byggja upp samkennd með öllum þeim sem hata banka. Steingrími J. ferst það betur úr hendi að tala við þjóð sína um erfið mál eins og einn fullorðinn maður við annað fullorðið fólk. ValhallarbörninBæði eru þau Hanna Birna og Bjarni hagvön í innstu afkimum Valhallar; Bjarni hefur örugglega leikið sér þar á göngunum sem barn á meðan pabbi hans var að funda í Engeyjarráði – kannski hefur hann meira að segja fengið að fara inn í leyniherbergið sem þar hlýtur að vera. Hanna Birna var hins vegar með lykilinn að leyniherberginu á kippunni sinni. Hún var árum saman aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, náinn samverkamaður Kjartans Gunnarssonar og tengist þannig óneitanlega valdahópnum sem breytti íslensku samfélagi í tilraunastöð fyrir ofsa-frjálshyggju með afleiðingum sem haldin eru námskeið um í útlöndum. Þar með er ekki sagt að hrunið sé henni að kenna – eða Kjartani einum ef út í það er farið – og sennilega hefur hann getað kennt henni eitt og annað um launhelgar valdsins sem gæti komið sér vel – og umfram allt skulum við ekki dæma hana af einhverjum körlum sem hún starfaði með fyrir mörgum árum. En hafi Hanna Birna sinn Kjartan að draga þá þarf Bjarni að dragast um með sinn vafning um hálsinn. Það er að vísu hlálegt að einn atkvæðamesti stuðningsmaður Hönnu Birnu, Þór Sigfússon, skuli vera maðurinn sem svo átti að heita að stýrði Sjóvá á meðan bótasjóðurinn þar var veðsettur í einhverjum fíflalegasta gjörningi gróðærisins sem segir okkur að enn eru hrunmenn staffírugir innan flokksins og bíða þess í ofvæni að komast á ný að við landstjórnina. Undarlegast finnst manni þó að fylgjast með þessu unga og velmenntaða og frambærilega fólki keppast við að tileinka sér helstu meinlokur Davíðs Oddssonar, sem enn virðist sterki maðurinn innan Sjálfstæðisflokksins. Þau eru davíðistar. Bjarni hefur smám saman hrakist út á þann væng flokksins en Hanna Birna lítur væntanlega svo á að öðruvísi verði slagurinn ekki unninn. Þau vilja bæði hætta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu áður en niðurstaða fæst í þær sem þjóðin geti kosið um. Þau vilja að Evrópusambandi sé „ekki á dagskrá" svo að rifjuð sé upp gömu dagsskipun. Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri. Þessir þvergirðingar líta á Evrópuþjóðir sem Óvininn og vilja alls ekki ekki hætta á það að góðir samningar náist við ESB, en fyrir forystufólk sem hlýtur að vilja taka þjóðarhagsmuni þó ekki væri nema með í reikninginn er þessi afstaða eiginlega alveg óskiljanleg. Ekki síst í ljósi þess að stór hluti landsmanna vill að viðræðurnar verði kláraðar og stór hluti Sjálfstæðismanna þar með talinn. Þar með er jarðvegurinn undirbúinn undir nýtt framboð Evrópusinna á hægri vængnum. Það verður gaman að fylgjast með því – hjáviðkvæmilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt. Því okkur kemur það óneitanlega öllum nokkuð við hver er formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta er ennþá Flokkurinn. Þetta er ennþá hákirkjan í íslensku þjóðlífi. Þarna eru ennþá allir sem ráða og eiga. Líklegt er að sú manneskja sem sigrar í þessu kjöri muni í fyllingu tímans setjast í forsætisráðherrastól og leiða þjóðina gegnum og inn í umbrotaskeið. Okkur kemur öllum við hvernig þetta fólk hugsar. Hún er… hann er…Kosningabaráttan er hafin og fólk farið að úthúða hvert öðru af mikilli kurteisi eins og tíðkast í flokkum en við hin stöndum álengdar og reynum að átta okkur á því hverju það myndi eiginlega breyta að Hanna Birna yrði formaður flokksins. Hún er kona. Hún er utanþings (ennþá) – hún getur talað miklu hraðar en Bjarni. Fleira? Hún er ljós og hann er dökkur. Hún er snaggaraleg og hann er hægur. Hún er Hafnarfjörður – hann er Garðabær. Hún er Alþýða – hann er Ætt. Það er munur á þeim þannig lagað – nema þegar kemur að sjálfri stefnunni. Henni ræður Davíð Oddsson. Hanna Birna er sennilega ekki froðufellandi einkarekstrarsinni – frekar en Bjarni – en rétt eins og hann líkleg til að taka hagsmuni útgerðarauðvalds fram yfir hagsmuni almennings. Bæði virka þau á mann sem fremur pragmatísk, hentistefnufólk sem hagar seglum eftir vindi fremur en miklir leiðtogar með sterka sýn á íslenskt samfélag, þó að óneitanlega virðist manni meiri leiðtogabragur á Hönnu Birnu. Þjóðin þráir leiðtoga: einhvern sem segir: Jæja krakkar, komum hingað! Jóhönnu Sigurðardóttur er mikið í mun að ná til valdalausa fólksins sem hún hefur alltaf byggt fylgi sitt á en í þeirri viðleitni hættir henni til að hljóma eins og hún sé valdalaus sjálf, hún hljómar eins og manneskja sem eltir en leiðir ekki.. Í stað þess að segja við okkur: Jæja krakkar. Hér erum við, þetta þurfum við að gera og á morgun verðum við þá komin hingað, þá eyðir hún ræðutíma sínum í að byggja upp samkennd með öllum þeim sem hata banka. Steingrími J. ferst það betur úr hendi að tala við þjóð sína um erfið mál eins og einn fullorðinn maður við annað fullorðið fólk. ValhallarbörninBæði eru þau Hanna Birna og Bjarni hagvön í innstu afkimum Valhallar; Bjarni hefur örugglega leikið sér þar á göngunum sem barn á meðan pabbi hans var að funda í Engeyjarráði – kannski hefur hann meira að segja fengið að fara inn í leyniherbergið sem þar hlýtur að vera. Hanna Birna var hins vegar með lykilinn að leyniherberginu á kippunni sinni. Hún var árum saman aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, náinn samverkamaður Kjartans Gunnarssonar og tengist þannig óneitanlega valdahópnum sem breytti íslensku samfélagi í tilraunastöð fyrir ofsa-frjálshyggju með afleiðingum sem haldin eru námskeið um í útlöndum. Þar með er ekki sagt að hrunið sé henni að kenna – eða Kjartani einum ef út í það er farið – og sennilega hefur hann getað kennt henni eitt og annað um launhelgar valdsins sem gæti komið sér vel – og umfram allt skulum við ekki dæma hana af einhverjum körlum sem hún starfaði með fyrir mörgum árum. En hafi Hanna Birna sinn Kjartan að draga þá þarf Bjarni að dragast um með sinn vafning um hálsinn. Það er að vísu hlálegt að einn atkvæðamesti stuðningsmaður Hönnu Birnu, Þór Sigfússon, skuli vera maðurinn sem svo átti að heita að stýrði Sjóvá á meðan bótasjóðurinn þar var veðsettur í einhverjum fíflalegasta gjörningi gróðærisins sem segir okkur að enn eru hrunmenn staffírugir innan flokksins og bíða þess í ofvæni að komast á ný að við landstjórnina. Undarlegast finnst manni þó að fylgjast með þessu unga og velmenntaða og frambærilega fólki keppast við að tileinka sér helstu meinlokur Davíðs Oddssonar, sem enn virðist sterki maðurinn innan Sjálfstæðisflokksins. Þau eru davíðistar. Bjarni hefur smám saman hrakist út á þann væng flokksins en Hanna Birna lítur væntanlega svo á að öðruvísi verði slagurinn ekki unninn. Þau vilja bæði hætta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu áður en niðurstaða fæst í þær sem þjóðin geti kosið um. Þau vilja að Evrópusambandi sé „ekki á dagskrá" svo að rifjuð sé upp gömu dagsskipun. Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri. Þessir þvergirðingar líta á Evrópuþjóðir sem Óvininn og vilja alls ekki ekki hætta á það að góðir samningar náist við ESB, en fyrir forystufólk sem hlýtur að vilja taka þjóðarhagsmuni þó ekki væri nema með í reikninginn er þessi afstaða eiginlega alveg óskiljanleg. Ekki síst í ljósi þess að stór hluti landsmanna vill að viðræðurnar verði kláraðar og stór hluti Sjálfstæðismanna þar með talinn. Þar með er jarðvegurinn undirbúinn undir nýtt framboð Evrópusinna á hægri vængnum. Það verður gaman að fylgjast með því – hjáviðkvæmilega.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun