Lágstemmd fegurð fiskanna Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 14:00 Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel. Bækur. Hvernig ég kynntist fiskunum. Ota Pavel. Gyrðir Elíasson þýddi. Uppheimar. Sögumaðurinn sem rifjar upp bernskuminningar sínar í Hvernig ég kynntist fiskunum er bæði áhorfandi að og þátttakandi í atburðum. Sagt er af fjölskyldu hans, ættingjum og vinum, sem lifa af landsins gæðum í sveitahéraði í Tékkóslóvakíu þegar seinni heimsstyrjöldin skellur á og landið er hernumið af Þjóðverjum. Fiskur er miðlægur í frásögninni. Hann er lífsbjörgin – það sem allt hverfist um – og veiðarnar eru stolt hins sjálfbjarga manns sem lifir í sátt við náttúruna. Það er karlmannlegt og skemmtilegt að veiða fisk og finna til þess nýjar og sniðugar leiðir. Það er gaman að vera saman við veiðar, segja sögur og dreypa á brennivínstári. Það er guðsþakkarvert að eiga nóg að borða fyrir sig og sitt fólk. Fiskarnir og allt hafaríið í kringum veiðarnar eru líka tákn um áhyggjuleysið og gleðina í huga sögumannsins, þegar hann hugsar um þá tíma er allt lék í lyndi og „lífið var kjötkveðjuhátíð". Tjarnir, ár og vötn eru í sögunni sá gnægtabrunnur sem var, þegar lífsbaráttan var með jákvæðum formerkjum. Svo kemur stríðið og þá fær orðasambandið „Að berjast fyrir lífi sínu" annan og ógeðfelldari tón. Skyndilega er klippt á þennan frummannlega möguleika og allt verður öfugsnúið: fólkið hættir að vera veiðimennirnir og verður bráðin. Náttúrumyndirnar í Hvernig ég kynntist fiskunum eru fagrar og sumar hreint ógleymanlegar. Og yfir öllu ríkir treginn, þó að hann sé blandinn einhverri skringilegri kímni. Af persónunum eru Prosek frændi og faðir sögumanns eftirminnilegastir. Faðirinn er tragikómískur karakter sem lesanda þykir umsvifalaust vænt um; skemmtilegur í ófullkomleika sínum, enda vonir hans og vonbrigði í miðju sögunnar. Eins og í fleiri bókum sem Gyrðir Elíasson velur sér til fylgilags, þá er hröð og æsileg atburðarás, mögnuð flækja og óvænt lausn í lokin, ekki til staðar í Hvernig ég kynntist fiskunum. Þessi saga er af öðrum toga og alveg stórskemmtileg á sinn lágstemmda máta. Fólk sem nýtur þess að lesa fallegan texta fær hann líka í ofurskömmtum. Textinn nær að leika á tilfinningar lesandans, fáein orð fylla mann sorg og önnur tregablandinni gleði, því þótt bernskuminningarnar séu fagrar eru þær ennfremur litaðar af stríði og sársauka. Eftirmáli höfundarins Ota Pavel og umfjöllun um hann á kápu gefur til kynna að bókin sé byggð á minningum hans úr bernsku. Ég hjó strax eftir því að Pavel, sem ég hef ekkert lesið eftir áður, starfaði sem íþróttafréttamaður áður en hann missti geðheilsuna og fór að skrifa bækur. Hvernig ég kynntist fiskunum gerir því tvennt sem alveg var bráðnauðsynlegt – kynnti mig fyrir þessum flotta höfundi og sló á fordóma mína gagnvart íþróttafréttamönnum. Hafi Uppheimar og Gyrðir Elíasson þúsund þakkir fyrir það. Niðurstaða: Yndislega fallegt verk. Tregafullt og kímið í senn. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Hvernig ég kynntist fiskunum. Ota Pavel. Gyrðir Elíasson þýddi. Uppheimar. Sögumaðurinn sem rifjar upp bernskuminningar sínar í Hvernig ég kynntist fiskunum er bæði áhorfandi að og þátttakandi í atburðum. Sagt er af fjölskyldu hans, ættingjum og vinum, sem lifa af landsins gæðum í sveitahéraði í Tékkóslóvakíu þegar seinni heimsstyrjöldin skellur á og landið er hernumið af Þjóðverjum. Fiskur er miðlægur í frásögninni. Hann er lífsbjörgin – það sem allt hverfist um – og veiðarnar eru stolt hins sjálfbjarga manns sem lifir í sátt við náttúruna. Það er karlmannlegt og skemmtilegt að veiða fisk og finna til þess nýjar og sniðugar leiðir. Það er gaman að vera saman við veiðar, segja sögur og dreypa á brennivínstári. Það er guðsþakkarvert að eiga nóg að borða fyrir sig og sitt fólk. Fiskarnir og allt hafaríið í kringum veiðarnar eru líka tákn um áhyggjuleysið og gleðina í huga sögumannsins, þegar hann hugsar um þá tíma er allt lék í lyndi og „lífið var kjötkveðjuhátíð". Tjarnir, ár og vötn eru í sögunni sá gnægtabrunnur sem var, þegar lífsbaráttan var með jákvæðum formerkjum. Svo kemur stríðið og þá fær orðasambandið „Að berjast fyrir lífi sínu" annan og ógeðfelldari tón. Skyndilega er klippt á þennan frummannlega möguleika og allt verður öfugsnúið: fólkið hættir að vera veiðimennirnir og verður bráðin. Náttúrumyndirnar í Hvernig ég kynntist fiskunum eru fagrar og sumar hreint ógleymanlegar. Og yfir öllu ríkir treginn, þó að hann sé blandinn einhverri skringilegri kímni. Af persónunum eru Prosek frændi og faðir sögumanns eftirminnilegastir. Faðirinn er tragikómískur karakter sem lesanda þykir umsvifalaust vænt um; skemmtilegur í ófullkomleika sínum, enda vonir hans og vonbrigði í miðju sögunnar. Eins og í fleiri bókum sem Gyrðir Elíasson velur sér til fylgilags, þá er hröð og æsileg atburðarás, mögnuð flækja og óvænt lausn í lokin, ekki til staðar í Hvernig ég kynntist fiskunum. Þessi saga er af öðrum toga og alveg stórskemmtileg á sinn lágstemmda máta. Fólk sem nýtur þess að lesa fallegan texta fær hann líka í ofurskömmtum. Textinn nær að leika á tilfinningar lesandans, fáein orð fylla mann sorg og önnur tregablandinni gleði, því þótt bernskuminningarnar séu fagrar eru þær ennfremur litaðar af stríði og sársauka. Eftirmáli höfundarins Ota Pavel og umfjöllun um hann á kápu gefur til kynna að bókin sé byggð á minningum hans úr bernsku. Ég hjó strax eftir því að Pavel, sem ég hef ekkert lesið eftir áður, starfaði sem íþróttafréttamaður áður en hann missti geðheilsuna og fór að skrifa bækur. Hvernig ég kynntist fiskunum gerir því tvennt sem alveg var bráðnauðsynlegt – kynnti mig fyrir þessum flotta höfundi og sló á fordóma mína gagnvart íþróttafréttamönnum. Hafi Uppheimar og Gyrðir Elíasson þúsund þakkir fyrir það. Niðurstaða: Yndislega fallegt verk. Tregafullt og kímið í senn.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira