Sögur í rými Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2011 11:00 Frá sýningu Hildar og Guðjóns í Hafnarborg. Myndlist. Hafnarborg. Samræmi, Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson. Hildur Bjarnadóttir er þekkt fyrir einstaka og frumlega nálgun sína við íslenska hannyrðahefð. Verk Guðjóns Ketilssonar hafa sömuleiðis hlotið mikla athygli vegna persónulegrar og frumlegrar túlkunar á hefðinni, en Guðjón hefur meðal annars unnið nýstárlega smiðisgripi. Nú hefur Hafnarborg fengið þá afbragðs hugmynd að leiða þessi tvö saman og útkoman er afar ánægjuleg. Þessir listamenn eru í senn ólíkir og eiga sterka snertifleti. Hildur er sjaldgæf blanda af frábærri handavinnukonu og sterkum samtímalistamanni. Form og litir eru mikilvægur þáttur á sýningu hennar. Hér vann hún liti úr plöntum á sumarhúsalandi ömmu sinnar, litaði ullargarn og heklaði misstóra ferninga. Ferningana setur hún síðan fram eins og málverk í mörgum hlutum og virkjar rýmið á stórum endavegg salarins á efri hæð í Hafnarborg. Garður er flott verk, litbrigðin fínleg og falleg og sum óvænt, eins og grænn litur lúpínublóma. Hildur sýnir ömmu sinni virðingu á ýmsan máta. Skondið er verkið sem hún vann upp úr buxunum hennar ömmu. Form og litir minna á listaverk í anda naumhyggjustefnu en inntakið er saknaðarfullt. Nýjar kynslóðir byggja á reynslu þeirra sem á undan gengu og hið liðna býr yfir ófyrirséðum möguleikum. Þetta er fallegt verk. Sömuleiðis ljósmyndir Hildar af höndum, amman kennir barninu handtökin og síðan snýst leikurinn við, barnið aðstoðar lúnar hendur. Hildur sýnir hér klárlega að hún hefur fundið sína leið innan listarinnar. Sýningar Guðjóns Ketilssonar hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hér sjáum við höggmyndir úr tré byggðar úr einingum húsgagna, bókaformið kemur líka við sögu. Ef til vill vísar Guðjón til þess að efniviður hans á sér sína sögu, rétt eins og bækur. Aðaláhersla Guðjóns á þessari sýningu er þó form hlutanna, höggmynda, húsgagna, bygginga og bóka. Hann dregur fram sterk og einföld form húsanna í Norðurmýrinni en bætir titlinum, Sunnudagur með dagsetningu, inn á teikningarnar. Hann skapar sögur. Veggverk með spýtukubbum í laginu eins og bækur, úr fjarlægð eins og bókahilla, er fallegt bæði í formi og lit. Það öðlast bæði húmor og dýpt þegar textinn við hlið þess er lesinn, þar sem fundartími og staðsetning þeirra notuðu spýtna sem fyrir koma í verkinu eru skráð. Mynd af Reykjavík verður til. Verk þeirra Hildar og Guðjóns mætast á margvíslegan hátt í rýminu, háttvís og ljúf grípa þau ekki fram í hvert fyrir öðru heldur leyfa öllum að njóta sín. Báðir listamenn vinna með rými, form, liti og sögur á einstakan máta. Niðurstaða: Óhætt er að mæla með sýningu þeirra Hildar Bjarnadóttur og Guðjóns Ketilssonar. Persónuleg list beggja tengir aldagamlar hefðir og efnivið samtímalistum á frumlegan hátt. Einstaklega falleg og aðgengileg sýning þar sem form, litir, hefðir og saga fá að njóta sín. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Myndlist. Hafnarborg. Samræmi, Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson. Hildur Bjarnadóttir er þekkt fyrir einstaka og frumlega nálgun sína við íslenska hannyrðahefð. Verk Guðjóns Ketilssonar hafa sömuleiðis hlotið mikla athygli vegna persónulegrar og frumlegrar túlkunar á hefðinni, en Guðjón hefur meðal annars unnið nýstárlega smiðisgripi. Nú hefur Hafnarborg fengið þá afbragðs hugmynd að leiða þessi tvö saman og útkoman er afar ánægjuleg. Þessir listamenn eru í senn ólíkir og eiga sterka snertifleti. Hildur er sjaldgæf blanda af frábærri handavinnukonu og sterkum samtímalistamanni. Form og litir eru mikilvægur þáttur á sýningu hennar. Hér vann hún liti úr plöntum á sumarhúsalandi ömmu sinnar, litaði ullargarn og heklaði misstóra ferninga. Ferningana setur hún síðan fram eins og málverk í mörgum hlutum og virkjar rýmið á stórum endavegg salarins á efri hæð í Hafnarborg. Garður er flott verk, litbrigðin fínleg og falleg og sum óvænt, eins og grænn litur lúpínublóma. Hildur sýnir ömmu sinni virðingu á ýmsan máta. Skondið er verkið sem hún vann upp úr buxunum hennar ömmu. Form og litir minna á listaverk í anda naumhyggjustefnu en inntakið er saknaðarfullt. Nýjar kynslóðir byggja á reynslu þeirra sem á undan gengu og hið liðna býr yfir ófyrirséðum möguleikum. Þetta er fallegt verk. Sömuleiðis ljósmyndir Hildar af höndum, amman kennir barninu handtökin og síðan snýst leikurinn við, barnið aðstoðar lúnar hendur. Hildur sýnir hér klárlega að hún hefur fundið sína leið innan listarinnar. Sýningar Guðjóns Ketilssonar hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hér sjáum við höggmyndir úr tré byggðar úr einingum húsgagna, bókaformið kemur líka við sögu. Ef til vill vísar Guðjón til þess að efniviður hans á sér sína sögu, rétt eins og bækur. Aðaláhersla Guðjóns á þessari sýningu er þó form hlutanna, höggmynda, húsgagna, bygginga og bóka. Hann dregur fram sterk og einföld form húsanna í Norðurmýrinni en bætir titlinum, Sunnudagur með dagsetningu, inn á teikningarnar. Hann skapar sögur. Veggverk með spýtukubbum í laginu eins og bækur, úr fjarlægð eins og bókahilla, er fallegt bæði í formi og lit. Það öðlast bæði húmor og dýpt þegar textinn við hlið þess er lesinn, þar sem fundartími og staðsetning þeirra notuðu spýtna sem fyrir koma í verkinu eru skráð. Mynd af Reykjavík verður til. Verk þeirra Hildar og Guðjóns mætast á margvíslegan hátt í rýminu, háttvís og ljúf grípa þau ekki fram í hvert fyrir öðru heldur leyfa öllum að njóta sín. Báðir listamenn vinna með rými, form, liti og sögur á einstakan máta. Niðurstaða: Óhætt er að mæla með sýningu þeirra Hildar Bjarnadóttur og Guðjóns Ketilssonar. Persónuleg list beggja tengir aldagamlar hefðir og efnivið samtímalistum á frumlegan hátt. Einstaklega falleg og aðgengileg sýning þar sem form, litir, hefðir og saga fá að njóta sín.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira