Umrót í Evrópu Einar Benediktsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar