Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið 29. október 2011 08:00 Hús með sál og hjarta Ólafur Egill Egilsson vill flytja hús afa síns og nafna, Ólafs Egilssonar, á lóðina við Bergstaðastræti 18. Það var byggt 1902 og stóð upphaflega við Laugaveg 74 en er nú í geymslu úti á Granda. Ólafur segir að honum hafi verið vel tekið hjá borginni en hann viti jafnframt vel að svona hlutir taki sinn tíma. „Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira