Brynjar Már verður að vakna sjálfur 27. október 2011 08:00 Magasín á morgnana Þau Erna Hrönn, Brynjar Már og Þórhallur eru nýir morgunhanar á FM957. „Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp Fréttir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp
Fréttir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira