Kerfið er ekki að virka 26. október 2011 06:00 Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun