Flott framhald Trausti Júlíusson skrifar 26. október 2011 19:00 Kebab diskó með Orphic Oxtra. Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl. Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl.
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira