Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki 25. október 2011 04:30 Mikilvægi Íslands Paul Collier segir þróunarlönd geta lært mikið af uppgangi Íslands úr fátækt til velmegunar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira