Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur 25. október 2011 05:30 Útbreiðslukort lúpínu Í skýrslu lúpínunefndarinnar er útbreiðslan sýnd í 10x10 kílómetra reitum árin 2009 og 2010, eftir endurmat. Myndin sýnir að landnám jurtarinnar nær til alls landsins í meiri eða minni mæli. Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira