Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2011 06:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira