Höfum við ekkert lært? Jón Steinsson skrifar 19. október 2011 06:00 Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun