Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2011 07:30 Margrét Lára er að gera sinn besta samning en segist þó ekki hafa efni á því að kaupa skip og kvóta.fréttablaðið/vilhelm „Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“ Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“
Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira