Erlent

Fékk ofgreiddar húsaleigubætur

Håkan Juholt
Håkan Juholt
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú meint fjársvik Håkans Juholt, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð. Hann hefur í mörg ár fengið fulla greiðslu fyrir búsetu í Stokkhólmi þótt sambýliskona hans hafi búið þar með honum.

Þingmenn í Svíþjóð fá húsaleigubætur vegna dvalar í Stokkhólmi, eigi þeir lögheimili annars staðar. Búi einhver með þeim í íbúðinni greiðir sænska þingið helming leigunnar. Juholt kveðst ekki hafa verið með reglurnar á hreinu.

Deildarstjóri þingsins spurði í sumar einn af aðstoðarmönnum flokksleiðtogans hvort staðan væri þannig að hann ætti enn að fá fullar bætur. Samt sótti hann um eins og venjulega í september.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×