Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið 11. október 2011 04:00 Háleitt markmið Í janúar 2007 undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samning um aukafjárframlag til skólans. Þá var kynnt það markmið að koma HÍ á lista 100 bestu, sem þótti frekar bratt.fréttablaðið/gva Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira