Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið 11. október 2011 04:00 Háleitt markmið Í janúar 2007 undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir rektor og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samning um aukafjárframlag til skólans. Þá var kynnt það markmið að koma HÍ á lista 100 bestu, sem þótti frekar bratt.fréttablaðið/gva Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið. Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ, segir að mat THE skiptist í nokkra flokka, en kennsla og rannsóknir séu þar veigamestar. „Sá flokkur sem skiptir okkur mestu máli er tilvitnanir vísindamanna annars staðar í heiminum í verk vísindamanna við Háskóla Íslands. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 100 prósent á síðustu fimm árum. Þetta sýnir og sannar að áhrif vísindamanna við skólann séu mjög mikil. Mælikvarði á gæði rannsókna er áhrif þeirra og það ber að skoða í þessu samhengi.“ Halldór segir jafnframt greinilegt að sérstök könnun sem sé gerð meðal háskólamanna skipti miklu máli. Sú könnun taki bæði til kennslu og rannsókna og sanni að orðspor íslenskra vísinda- og fræðasamfélagsins sé gott. Aðrir þættir sem skipti ekki eins miklu séu til dæmis hversu vel Íslendingum hafi gengið að afla fjármuna úr erlendum samkeppnissjóðum. Halldór segir að listi THE sé nýttur á ýmsan hátt enda gefinn út af mjög virtu bresku tímariti. Nemendur styðjist við listann þegar komi að vali á skóla en fyrir HÍ liggi mikilvægið í því að listinn auðveldi mjög að leita samstarfs um rannsóknir við bestu háskóla heims. „Það skiptir miklu að vera í þessum úrvalshópi, því hvernig sem á það er litið er þetta eins og að komast upp í úrvalsdeild.“ Öflug tengsl og samstarfsverkefni sem HÍ á með innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum spila stórt hlutverk. Stærstur er Landspítalinn í því samhengi, Íslensk erfðagreining, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Hjartavernd, Matís og Hafrannsóknastofnunin svo fáeinir innlendir aðilar séu nefndir. „Við birtum greinar saman í bestu vísindatímaritum heims sem teljast báðum aðilum til tekna. Þetta er því gæðastimpill fyrir fræðasamfélagið íslenska í stærra samhengi. Reyndar er mjög hátt hlutfall greina frá Háskóla Íslands birt í sterkustu tímaritunum. Það skýrir hversu mikið er vitnað til okkar rannsókna, sem enn og aftur auðveldar okkur að tengjast þeim bestu með framtíðarsamstarf í huga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent