Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar 5. október 2011 06:00 Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar