Magnaður Mugison Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2011 12:30 Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa. Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira