Mjúki maðurinn er ekki til 1. október 2011 11:00 Vill vera á Íslandi Rúnar og fjölskylda hans vilja helst vera áfram á Íslandi. Hann segist þó ætla að láta það ráðast af því hversu lengi kreppan ætlar að vara hjá kvikmyndagerðarmönnum. Ef það taki hann fimm ár að fjármagna eina mynd hér en hálft ár í Danmörku, eigi hann engra kosta völ.FRéttablaðið/Stefán Einu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leikarann. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjölskyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrirmyndar. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“ Þetta verður að virða. Í þessu viðtali fáum við þess vegna ekkert að heyra um hvað Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri elskar konuna sína mikið og hvað hann langar til að eignast mörg börn í viðbót. Höldum okkur við bíósögur, svona að mestu leyti. Fullur frumsýningarskjálftaEf eitthvað er að marka viðtökurnar sem Eldfjall fékk á forsýningunni þurfa Rúnar og aðrir aðstandendur myndarinnar ekki að örvænta um framhaldið. Fagnaðarlætin komu engum á óvart. Reyndar eru bíógestir á forsýningum íslenskra bíómynda alla jafna svo kurteisir og meðvirkir að þeir brosa, klappa og blístra, óháð gæðum myndarinnar. Líkast til var það þó ekki ástæðan fyrir öllu klappinu núna. Eldfjall hefur fengið feiknagóðar viðtökur í útlöndum. Hún hefur fengið lof í helstu bíóbransablöðunum, henni var vel tekið í Cannes, hún verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir meðbyrinn var Rúnar fullur kvíða daginn fyrir forsýninguna, þar sem hann sat úti fyrir á Hressó, þar sem reykingamenn geta enn sest niður og fengið sér sígarettu í skjóli frá haustrigningunni. „Maður hefði haldið að maður væri búinn að fá frumsýningarskjálftann úr kerfinu. En þetta er íslensk mynd um Íslendinga og íslenskan samtíma. Síðasta vika hefur verið mikil uppskeruhátíð fyrir allt það fólk sem stendur að myndinni. Við erum öll mjög spennt.“ Vill helst búa á ÍslandiRúnar og fjölskylda hans fluttu til Íslands fyrir um ári, eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku. Hér vilja þau allra helst búa, svona ef kreppunni fer eitthvað að létta hjá kvikmyndagerðarmönnum. „Mig langar til að halda áfram að gera myndir á Íslandi, með mínu samstarfsfólki hér, sem er svo gott að vinna með. En fyrst verð ég að átta mig á því hvar mínir möguleikar liggja. Hvort það eigi eftir að taka mig fimm ár að fjármagna næstu íslensku mynd, eða hálft ár í Danmörku. Þótt ég líti á mig sem ungan mann, 34 ára gamlan, eru takmarkað margar myndir sem ég get gert um ævina. Ég er ekki tilbúinn að bíða í fimm ár eftir næstu mynd, þó að ég elski land mitt og þjóð og vilji allra helst vera hér.“ Theodór mesti töffarinnSíminn hringir, einmitt þegar Rúnar ætlar að fara að brjótast út í mikilli ræðu um hvað ein mynd eins og Eldfjall skilar miklu fé í þjóðarbúið. Enda ekki vitlaust að halda því til haga. Eldfjall hefur þegar skilað nokkur hundruð milljónum til Íslands í formi styrkja frá erlendum sjóðum. Og svo eru það allir útlendingarnir sem sjá myndina, heillast af Íslandi og koma hingað í förmun á næstu árum. En nóg um það, og aftur að því að hlera símtalið: „Sæll Teddi minn! Ég er í miðju viðtali og var einmitt að fara að tala vel um þig. Má ég ekki hringja í þig eftir smá stund þegar ég er búinn?“ Rúnari þykir greinilega vænt um manninn á hinni línunni. „Ég var rosalega ánægður með leikarana í myndinni. Theodór Júlíusson er einn besti leikari sem við eigum. Hann er einn harðasti nagli sem ég þekki, en á sama tíma eitt viðkvæmasta blómið. Hans mannlegu eiginleikar og í ofanálag hans leikhæfileikar gera það að verkum að hann er mjög sérstök týpa.“ Heilsteyptasta verkið hingað tilFólk á tímamótum í lífinu er oftar en ekki umfjöllunarefni Rúnars. Þetta á vissulega við um Eldfjall, sem Rúnari sjálfum þykir sitt heilsteyptasta verk hingað til. Myndin fjallar um Hannes, 67 ára gamlan húsvörð sem er að stíga yfir á síðasta skeið lífs síns. Hannes hefur lifað undir því oki að það sé veikleikamerki að sýna tilfinningar. Það hljóta margir að geta speglað sig í þeim manni. „Það gefur tímamótum Hannesar aukaþyngd að hann hefur lítinn tíma til stefnu til að breyta lífi sínu. Þar af leiðandi er ástandið grafalvarlegt. Kannski sýnir þessi mynd að það er aldrei of seint að líta til baka og reyna að átta þig á því hvort þú hefðir viljað hafa líf þitt öðruvísi á einhvern hátt.“ Sjálfur finnur Rúnar samhljóm með Hannesi. „Ég man eftir því að hafa verið að díla við þessar spurningar um karlmennsku þegar ég var unglingur. Það er gamli skólinn og svo er það nútímamaðurinn. Ég er af þeirri kynslóð sem er föst þarna á milli. Nútímamaðurinn er eiginlega ekki enn þá orðinn til. Mjúki maðurinn er ekki til.“ Frá hjara veraldar til allra áttaStuttmyndirnar hans Rúnars, og nú Eldfjall, hafa leitt hann á ótrúlegustu staði jarðarkringlunnar. Hann hefur sótt kvikmyndahátíðir allt frá Abu Dhabi og Tókýó til smábæjar á Suður-Ítalíu, þar sem bæjarbúar snæddu saman kvöldverð á torginu og horfðu á myndina hans á stórum skjávarpa. Nú síðast var það Kasakstan. „Þetta er auðvitað mikið ævintýri fyrir mig, sem er héðan af hjara veraldar. Ég hefði til dæmis ábyggilega aldrei farið til Kasakstan af sjálfsdáðum. Ég mun aldrei gleyma því.“ Fram undan er meira af því sama, ferðalög á framandi kvikmyndahátíðir með Eldfjall í farteskinu. Hún er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og það eitt og sér gæti opnað Rúnari nýjar og ókunnar gáttir. „Ef við komumst í gegnum næsta sigti að Óskarsverðlaununum erum við komin í einhvern samkvæmisleik sem ég er allt of lítill strákur til að átta mig á. Þá þarf ég að fara að lesa bækur og tala við fróða menn!“ Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leikarann. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjölskyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrirmyndar. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“ Þetta verður að virða. Í þessu viðtali fáum við þess vegna ekkert að heyra um hvað Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri elskar konuna sína mikið og hvað hann langar til að eignast mörg börn í viðbót. Höldum okkur við bíósögur, svona að mestu leyti. Fullur frumsýningarskjálftaEf eitthvað er að marka viðtökurnar sem Eldfjall fékk á forsýningunni þurfa Rúnar og aðrir aðstandendur myndarinnar ekki að örvænta um framhaldið. Fagnaðarlætin komu engum á óvart. Reyndar eru bíógestir á forsýningum íslenskra bíómynda alla jafna svo kurteisir og meðvirkir að þeir brosa, klappa og blístra, óháð gæðum myndarinnar. Líkast til var það þó ekki ástæðan fyrir öllu klappinu núna. Eldfjall hefur fengið feiknagóðar viðtökur í útlöndum. Hún hefur fengið lof í helstu bíóbransablöðunum, henni var vel tekið í Cannes, hún verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir meðbyrinn var Rúnar fullur kvíða daginn fyrir forsýninguna, þar sem hann sat úti fyrir á Hressó, þar sem reykingamenn geta enn sest niður og fengið sér sígarettu í skjóli frá haustrigningunni. „Maður hefði haldið að maður væri búinn að fá frumsýningarskjálftann úr kerfinu. En þetta er íslensk mynd um Íslendinga og íslenskan samtíma. Síðasta vika hefur verið mikil uppskeruhátíð fyrir allt það fólk sem stendur að myndinni. Við erum öll mjög spennt.“ Vill helst búa á ÍslandiRúnar og fjölskylda hans fluttu til Íslands fyrir um ári, eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku. Hér vilja þau allra helst búa, svona ef kreppunni fer eitthvað að létta hjá kvikmyndagerðarmönnum. „Mig langar til að halda áfram að gera myndir á Íslandi, með mínu samstarfsfólki hér, sem er svo gott að vinna með. En fyrst verð ég að átta mig á því hvar mínir möguleikar liggja. Hvort það eigi eftir að taka mig fimm ár að fjármagna næstu íslensku mynd, eða hálft ár í Danmörku. Þótt ég líti á mig sem ungan mann, 34 ára gamlan, eru takmarkað margar myndir sem ég get gert um ævina. Ég er ekki tilbúinn að bíða í fimm ár eftir næstu mynd, þó að ég elski land mitt og þjóð og vilji allra helst vera hér.“ Theodór mesti töffarinnSíminn hringir, einmitt þegar Rúnar ætlar að fara að brjótast út í mikilli ræðu um hvað ein mynd eins og Eldfjall skilar miklu fé í þjóðarbúið. Enda ekki vitlaust að halda því til haga. Eldfjall hefur þegar skilað nokkur hundruð milljónum til Íslands í formi styrkja frá erlendum sjóðum. Og svo eru það allir útlendingarnir sem sjá myndina, heillast af Íslandi og koma hingað í förmun á næstu árum. En nóg um það, og aftur að því að hlera símtalið: „Sæll Teddi minn! Ég er í miðju viðtali og var einmitt að fara að tala vel um þig. Má ég ekki hringja í þig eftir smá stund þegar ég er búinn?“ Rúnari þykir greinilega vænt um manninn á hinni línunni. „Ég var rosalega ánægður með leikarana í myndinni. Theodór Júlíusson er einn besti leikari sem við eigum. Hann er einn harðasti nagli sem ég þekki, en á sama tíma eitt viðkvæmasta blómið. Hans mannlegu eiginleikar og í ofanálag hans leikhæfileikar gera það að verkum að hann er mjög sérstök týpa.“ Heilsteyptasta verkið hingað tilFólk á tímamótum í lífinu er oftar en ekki umfjöllunarefni Rúnars. Þetta á vissulega við um Eldfjall, sem Rúnari sjálfum þykir sitt heilsteyptasta verk hingað til. Myndin fjallar um Hannes, 67 ára gamlan húsvörð sem er að stíga yfir á síðasta skeið lífs síns. Hannes hefur lifað undir því oki að það sé veikleikamerki að sýna tilfinningar. Það hljóta margir að geta speglað sig í þeim manni. „Það gefur tímamótum Hannesar aukaþyngd að hann hefur lítinn tíma til stefnu til að breyta lífi sínu. Þar af leiðandi er ástandið grafalvarlegt. Kannski sýnir þessi mynd að það er aldrei of seint að líta til baka og reyna að átta þig á því hvort þú hefðir viljað hafa líf þitt öðruvísi á einhvern hátt.“ Sjálfur finnur Rúnar samhljóm með Hannesi. „Ég man eftir því að hafa verið að díla við þessar spurningar um karlmennsku þegar ég var unglingur. Það er gamli skólinn og svo er það nútímamaðurinn. Ég er af þeirri kynslóð sem er föst þarna á milli. Nútímamaðurinn er eiginlega ekki enn þá orðinn til. Mjúki maðurinn er ekki til.“ Frá hjara veraldar til allra áttaStuttmyndirnar hans Rúnars, og nú Eldfjall, hafa leitt hann á ótrúlegustu staði jarðarkringlunnar. Hann hefur sótt kvikmyndahátíðir allt frá Abu Dhabi og Tókýó til smábæjar á Suður-Ítalíu, þar sem bæjarbúar snæddu saman kvöldverð á torginu og horfðu á myndina hans á stórum skjávarpa. Nú síðast var það Kasakstan. „Þetta er auðvitað mikið ævintýri fyrir mig, sem er héðan af hjara veraldar. Ég hefði til dæmis ábyggilega aldrei farið til Kasakstan af sjálfsdáðum. Ég mun aldrei gleyma því.“ Fram undan er meira af því sama, ferðalög á framandi kvikmyndahátíðir með Eldfjall í farteskinu. Hún er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og það eitt og sér gæti opnað Rúnari nýjar og ókunnar gáttir. „Ef við komumst í gegnum næsta sigti að Óskarsverðlaununum erum við komin í einhvern samkvæmisleik sem ég er allt of lítill strákur til að átta mig á. Þá þarf ég að fara að lesa bækur og tala við fróða menn!“
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira