Innlent

Þrjátíu milljón töflur á markað

töflur á færibandi Markaðssetning Actavis á nýju samheitalyfi þykir nokkuð flóknari en önnur.
töflur á færibandi Markaðssetning Actavis á nýju samheitalyfi þykir nokkuð flóknari en önnur.
Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sett rúmlega þrjátíu milljón töflur af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Einkaleyfi lyfsins Zyprexa frá Eli Lylly við geðklofa og geðhvarfasýki féllu úr gildi í vikunni.

Þetta er stærsta markaðssetning Actavis. Lyfið er þróað af Actavis í Hafnarfirði en framleitt á Möltu.

Samkvæmt upplýsingum frá Actavis er markaðssetning lyfsins Olanzapine frábrugðin sölu annarra lyfja og nokkuð flóknari að því leyti að lyfið getur farið til nokkurra landa í mismunandi styrkleika og nokkrum pakkastærðum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×