Erlent

Himnahöllin á braut um jörðu

Á loft Kínverska eldflaugin hefur verið nefnd Himnahöllin.Nordicphotos/AFP
Á loft Kínverska eldflaugin hefur verið nefnd Himnahöllin.Nordicphotos/AFP
Eldflaug sem bar fyrsta hluta kínverskrar geimstöðvar út í geim var skotið á loft frá Góbí-eyðimörkinni í gær. Geimstöðin, sem nefnd hefur verið Himnahöllin, verður ómönnuð til að byrja með en til stendur að senda geimfara um borð á næsta ári.

Áður en geimfarar verða sendir í stöðina verður öðrum hluta hennar skotið út í geim og honum fjarstýrt til að tengja hann fyrsta hluta stöðvarinnar, að því er segir í frétt BBC. Stöðin á að verða um 60 tonn, umtalsvert minni en 400 tonna alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×