Að velja fyrirmynd 29. september 2011 06:00 Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun