Að velja fyrirmynd 29. september 2011 06:00 Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar!
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun