Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs 29. september 2011 15:00 Aníta Briem leikur aðalhlutverkið í pilot-þætti sem er skrifaður og leikstýrt af Cynthiu Mort en hún er ábyrg fyrir sjónvarpsþáttum á borð við Will & Grace og Roseanne. NordicPhotos/Getty Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira
Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira