Samræmd könnunarpróf á réttardaginn – villa nútímans Ágúst Ólason skrifar 29. september 2011 06:00 Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. Samræmd próf eru ekki ný af nálinni. Þau komu fyrst fram árið 1929 og hafa alla tíð síðan verið bitbein þeirra sem láta sig málið varða. Árið 1977 fengu samræmdu prófin á sig þá mynd, sem við sem veltumst í umræðu skólamála nútíðar, þekkjum best. Þá urðu þau nokkurskonar inngangspróf í framhaldsskólana og um leið mælitæki á námsárangur nemenda í 10. bekk. Árið 1995 var svo einnig byrjað að prófa nemendur í 4. og 7. bekk. Það gerðist svo árið 2009 að þeim var breytt í núverandi form sem felst í því að þau eru nú samræmd könnunarpróf. Það er ekki meining þess sem hér ritar að taka sérstaka afstöðu til markmiða eða hlutverka þessara prófa. Til þess þyrfti hann of mörg orð. Hér langar ritara að velta fyrir sér tímasetningu prófanna og það af gefnu tilefni. Til útskýringar er á það bent að ritari hafði vistaskipti á síðastliðnu sumri. Þá hvarf hann frá starfi aðstoðarskólastjóra í einum af nýjustu skólum Reykjavíkur og tók við starfi skólastjóra í gamalgrónum sveitaskóla norður í Varmahlíð. Þau vistaskipti hafa haft í för með sér umtalsverðan viðhorfaþroska sem fært hefur viðkomandi á nýjan útsýnisstað í skoðunum á lífi, tilveru og skólastarfi almennt. Sú menning sem ritari lifir nú í mótar sterklega skólamenningu sveitaskólans sem og skólabrag hans. Undanfarnar vikur hér um slóðir hafa einkennst af því að nemendur hafa verið þátttakendur í þeim störfum sem nauðsynlegt er að sinna í sveitinni og eru grunnur að lífsviðurværi margra fjölskyldna. Heyskapur hefur allsstaðar farið seinna af stað eins og alþekkt er sökum óblíðrar veðráttu og flestir bændur eru á þessum dögum að ná inn Hánni. Það hefur svo orsakað þá óvenjulegu stöðu að bændur og búalið hafa þurft að hverfa frá ókláruðum heyskap inn á hálendi í göngur. Þar hefur fé og hrossum verið safnað saman og búfénaðurinn rekinn í réttir með öllu tilheyrandi. Nemendur sveitaskólans hafa eins og aðrir nemendur mætt í skólann sinn eftirvæntingarfullir vel fyrir höfuðdag eins og til er ætlast. Um leið eru þeir fullir ábyrgðar gagnvart störfunum heima við. Þeir hafa alist upp við að leggja sitt af mörkum og margir þeirra búa yfir eftirtektarverðum áhuga á hverju því sem tekist er á við. Það er því fleira en skólinn sem skiptir þá máli og ljóst að þeir búa yfir margvíslegum sterkum hliðum sem klárlega eru þeim til framdráttar í skóla og námi. Ein þeirra er sú ríka ábyrgðartilfinning sem þeir búa yfir. Mitt í þessu annríki öllu, göngum og réttum daga og nætur á nýliðnum dögum, kemur sending af malbikinu í Reykjavík sem inniheldur samræmd könnunarpróf. Þau skulu lögð fyrir eftir kúnstarinnar reglum eins og lög gera ráð fyrir og það á sjálfan réttardaginn. Vansælir koma nemendur gnístandi tönnum í skólann þessa morgna, sumir í fylgd foreldra, til að takast á við verkefnið sem skólanum er ætlað að framfylgja. Fullir ábyrgðar en annars hugar ganga þeir til stofu og sinna sínu. Árangurinn, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir áherslur vetrarins í námi, kemur svo með pósti daginn sem nemendur fara heim í jólafríið! Aldrei fyrr hefur ritara þessara orða orðið eins áþreifanlega ljóst hversu veruleiki malbiksins er langt frá veruleika sveitarinnar. Nú er mál að þeir sem setja fram þessa fáránlegu tímasetningu taki sig saman í andlitinu og stuðli að því að nemendur um land allt sitji við sama borð. Að þeim sé gert kleift að takast á við þetta verkefni af heilum hug og án þess að hafa áhyggjur af því sem verulega skiptir máli í lífi þeirra, afkomu og framtíð. Það má takast á um það hvaða tími er heppilegastur til þess arna en við svo búið má ekki una. Ritari þessara orða skorar á alla þá sem lesa að leggja því lið að þessi viðhorf nái eyrum og augum þeirra sem megnugir eru að breyta. Sú breyting mun einungis verða til þess fallin að nemendur, í sveit og borg, fái það tækifæri að leggja sig heilshugar fram. Ekki er fjarri lagi að draga megi þá ályktun að auknir möguleikar verði á betri útkomu úr samræmdum könnunarprófum en hér hefur áður sést. Það er ekki svo lítið markmið né ómerkilegt og myndi án efa gleðja ómælt þá sem að þessum nemendum standa, þ.e. foreldra, starfsfólk skóla, fræðsluyfirvöld sem og ráðamenn lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. Samræmd próf eru ekki ný af nálinni. Þau komu fyrst fram árið 1929 og hafa alla tíð síðan verið bitbein þeirra sem láta sig málið varða. Árið 1977 fengu samræmdu prófin á sig þá mynd, sem við sem veltumst í umræðu skólamála nútíðar, þekkjum best. Þá urðu þau nokkurskonar inngangspróf í framhaldsskólana og um leið mælitæki á námsárangur nemenda í 10. bekk. Árið 1995 var svo einnig byrjað að prófa nemendur í 4. og 7. bekk. Það gerðist svo árið 2009 að þeim var breytt í núverandi form sem felst í því að þau eru nú samræmd könnunarpróf. Það er ekki meining þess sem hér ritar að taka sérstaka afstöðu til markmiða eða hlutverka þessara prófa. Til þess þyrfti hann of mörg orð. Hér langar ritara að velta fyrir sér tímasetningu prófanna og það af gefnu tilefni. Til útskýringar er á það bent að ritari hafði vistaskipti á síðastliðnu sumri. Þá hvarf hann frá starfi aðstoðarskólastjóra í einum af nýjustu skólum Reykjavíkur og tók við starfi skólastjóra í gamalgrónum sveitaskóla norður í Varmahlíð. Þau vistaskipti hafa haft í för með sér umtalsverðan viðhorfaþroska sem fært hefur viðkomandi á nýjan útsýnisstað í skoðunum á lífi, tilveru og skólastarfi almennt. Sú menning sem ritari lifir nú í mótar sterklega skólamenningu sveitaskólans sem og skólabrag hans. Undanfarnar vikur hér um slóðir hafa einkennst af því að nemendur hafa verið þátttakendur í þeim störfum sem nauðsynlegt er að sinna í sveitinni og eru grunnur að lífsviðurværi margra fjölskyldna. Heyskapur hefur allsstaðar farið seinna af stað eins og alþekkt er sökum óblíðrar veðráttu og flestir bændur eru á þessum dögum að ná inn Hánni. Það hefur svo orsakað þá óvenjulegu stöðu að bændur og búalið hafa þurft að hverfa frá ókláruðum heyskap inn á hálendi í göngur. Þar hefur fé og hrossum verið safnað saman og búfénaðurinn rekinn í réttir með öllu tilheyrandi. Nemendur sveitaskólans hafa eins og aðrir nemendur mætt í skólann sinn eftirvæntingarfullir vel fyrir höfuðdag eins og til er ætlast. Um leið eru þeir fullir ábyrgðar gagnvart störfunum heima við. Þeir hafa alist upp við að leggja sitt af mörkum og margir þeirra búa yfir eftirtektarverðum áhuga á hverju því sem tekist er á við. Það er því fleira en skólinn sem skiptir þá máli og ljóst að þeir búa yfir margvíslegum sterkum hliðum sem klárlega eru þeim til framdráttar í skóla og námi. Ein þeirra er sú ríka ábyrgðartilfinning sem þeir búa yfir. Mitt í þessu annríki öllu, göngum og réttum daga og nætur á nýliðnum dögum, kemur sending af malbikinu í Reykjavík sem inniheldur samræmd könnunarpróf. Þau skulu lögð fyrir eftir kúnstarinnar reglum eins og lög gera ráð fyrir og það á sjálfan réttardaginn. Vansælir koma nemendur gnístandi tönnum í skólann þessa morgna, sumir í fylgd foreldra, til að takast á við verkefnið sem skólanum er ætlað að framfylgja. Fullir ábyrgðar en annars hugar ganga þeir til stofu og sinna sínu. Árangurinn, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir áherslur vetrarins í námi, kemur svo með pósti daginn sem nemendur fara heim í jólafríið! Aldrei fyrr hefur ritara þessara orða orðið eins áþreifanlega ljóst hversu veruleiki malbiksins er langt frá veruleika sveitarinnar. Nú er mál að þeir sem setja fram þessa fáránlegu tímasetningu taki sig saman í andlitinu og stuðli að því að nemendur um land allt sitji við sama borð. Að þeim sé gert kleift að takast á við þetta verkefni af heilum hug og án þess að hafa áhyggjur af því sem verulega skiptir máli í lífi þeirra, afkomu og framtíð. Það má takast á um það hvaða tími er heppilegastur til þess arna en við svo búið má ekki una. Ritari þessara orða skorar á alla þá sem lesa að leggja því lið að þessi viðhorf nái eyrum og augum þeirra sem megnugir eru að breyta. Sú breyting mun einungis verða til þess fallin að nemendur, í sveit og borg, fái það tækifæri að leggja sig heilshugar fram. Ekki er fjarri lagi að draga megi þá ályktun að auknir möguleikar verði á betri útkomu úr samræmdum könnunarprófum en hér hefur áður sést. Það er ekki svo lítið markmið né ómerkilegt og myndi án efa gleðja ómælt þá sem að þessum nemendum standa, þ.e. foreldra, starfsfólk skóla, fræðsluyfirvöld sem og ráðamenn lands og þjóðar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun