Erlent

Boðar kosningar eftir mánuð

Kaj Leo Johannesen
Kaj Leo Johannesen
Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október.

Hann hefur verið lögmaður síðan 2008, þegar Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Jafnaðarflokkurinn mynduðu stjórn. Fólkaflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu síðastliðið vor og hefur Johannesen síðan verið leiðtogi minnihlutastjórnar Sambandsflokksins og Jafnaðarflokksins, með stuðningi Þjóðveldisflokksins. Lögþing hefur fundað stíft síðustu daga og afgreitt flest mál sem stjórnin ætlaði að afgreiða fyrir kosningar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×