Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns 29. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv
Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira