Innlent

Fangar fluttir til 28 landa

fangelsi Flutningar Litháa voru um 20% af heildarkostnaði ríkisins við fangaflutninga erlendis síðastliðin tíu ár.
fréttablaðið/e.ól
fangelsi Flutningar Litháa voru um 20% af heildarkostnaði ríkisins við fangaflutninga erlendis síðastliðin tíu ár. fréttablaðið/e.ól
Íslenska ríkið flutti erlenda fanga til 28 landa á síðustu tíu árum. Kostnaður við fangaflutninga til flestra þeirra er um það bil ein milljón króna eða minna. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrir helgi.

Flutningar til Litháens eru rúm 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár.

Heildarkostnaður ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár er tæpar 63 milljónir króna. Innanlands var kostnaðurinn tæpar 320 milljónir.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×