Erlent

Hefur gengist undir geðrannsókn

Morðrannsókn þokast áfram Lögreglan á Fjóni hefur nærri lokið rannsókn á morðinu á hjónunum í Þúsundáraskógi. NordicPhotos/Getty
Morðrannsókn þokast áfram Lögreglan á Fjóni hefur nærri lokið rannsókn á morðinu á hjónunum í Þúsundáraskógi. NordicPhotos/Getty
Maðurinn sem er talinn hafa myrt miðaldra hjón á göngu um Þúsundáraskóginn í Óðinsvéum hefur gengist undir geðrannsókn og verður máli hans brátt vísað til saksóknara. Morðin vöktu mikinn óhug síðasta vor.

Hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen fundust í skóginum 14. apríl, en þau höfðu verið skotin til bana kvöldið áður. Fáar vísbendingar voru um hvað gæti hafa átt sér stað þar, en maðurinn var loks handtekinn í maí, um mánuði eftir að morðin voru framin.

Svo virðist sem engin ástæða hafi verið fyrir verknaðinum, annar en að þau hafi komið að morðingjanum þar sem hann var að skjóta af ólöglegu skotvopni.

Hinn grunaði hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi, en hann skipti meðal annars um nafn nýlega.

Morðdeild lögreglunnar á Fjóni vill ekki láta neitt uppi um innihald geðrannsóknarinnar, en segist munu skila málsgögnum til ríkissaksóknara innan mánaðar. Hann muni svo ákveða hvort ákært verði í málinu.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×