Fyrirtæki skapi sátt með jafnlaunastaðli 27. september 2011 06:00 Launajafnrétti „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Fréttablaðið/gva Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira