Tíska og hönnun

Leyndardómsfullur fatahönnuður

Tom Ford sýndi sína aðra línu í London á dögunum. Mikil leynd hvíldi yfir henni.
Tom Ford sýndi sína aðra línu í London á dögunum. Mikil leynd hvíldi yfir henni. Nordicphotos/Getty
Hönnuðurinn Tom Ford sýndi sína aðra línu í Victoria í London fyrir skemmstu. Mikil leynd hvíldi yfir þessari sýningu eins og þeirri fyrstu og fengu aðeins fáir útvaldir að vera viðstaddir hana. Meðal þeirra sem sóttu sýninguna voru nöfn eins og Anna Wintour, Anna Dello Russo, Carine Roitfeld og Glenda Bailey. Carmen Kass, Anja Rubik og Abbey Lee voru á meðal þeirra fyrirsæta sem sýndu fyrir Ford.

Samkvæmt tískuskríbent The Telegraph innihélt línan víðar blússur í anda Mið-Austurlanda, þröng, hnésíð pils, himinháa hæla og þröngar buxur. Þeir sem sóttu sýninguna héldu flestir vart vatni en blaðamaður The Guardian sagði línuna ekki vera þá bestu sem hann hefði séð frá Ford.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×