Innlent

Pólitísk skylda segir Ingibjörg

Ósammála Fyrrverandi forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar ber ekki saman um hvers vegna flóttakonum frá Írak var boðið að koma hingað til lands.fréttablaðið/GVA
Ósammála Fyrrverandi forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar ber ekki saman um hvers vegna flóttakonum frá Írak var boðið að koma hingað til lands.fréttablaðið/GVA
Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Þetta kemur fram í bókinni Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sem kom út í vikunni.

Túlkun Ingibjargar á ástæðum þess að flóttakonunum var boðið hingað til lands er ekki í samræmi við sýn Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þau sátu saman í ríkisstjórn þegar ákveðið var að bjóða konunum að koma til landsins sem flóttamenn.

Í bókinni er haft eftir Geir að það hafi „fyrst og fremst verið mannúðarmál og litið á það þannig“ að bjóða konunum að koma hingað til lands. Þær komu frá Írak en foreldrar þeirra, ömmur og afar höfðu flúið frá Palestínu og þær voru því ríkisfangslausar.

„Ísland bar vitanlega ekki ábyrgð á Íraksstríðinu og ég sá það ekki þannig að verið væri að gefa pólitískar yfirlýsingar með komu hópsins á Akranes,“ segir Geir í bókinni. „Hins vegar vissu allir að í Írak var um að ræða brýnan flóttamannavanda og það var gott að geta hjálpað til við að leysa hann.“

Ingibjörg orðar það öðruvísi: „Í mínum huga var alltaf skýrt að ákvörðunin um flóttafólkið tengdist siðferðilegri ábyrgð og pólitískri skyldu íslenskra stjórnvalda vegna Íraksstríðsins.“- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×